Stytta af Alberti

Þessi frétt á mbl.is   "Stytta af Alberti rís á næsta ári" minnir á að það er sjálfsagt og hæfilegt nú að minnast Alberti sem var Íslandsmálaráðherra um aldamótin 1900 og valdi að gera Hannes Hafstein sem fyrsta ráðherra Íslands með aðsetur hér heima.     Alberti varð það svo á að draga sér fé úr sparisjóði danskra bænda sem hann stýrði og nam upphæðin um 1.000.000.000 Dkr á núvirði (2007).   Peningunum tapaði hann m.a. á hlutabréfabraski.    Hann var dæmdur í 8 ára fangelsi og sat inni i 5 ár.       Það er e.t.v. eitthvað til umhugsunar og eftirbreytni fyrir íslensk stjórnvöld en alla vega má minnast Alberti ekki síður en Alberts Guðmundssonar fótboltahetju okkar þó sennilega verði nú ekki reist stytta af þeim danska!     Og er ekki Hannes Hafstein eitt aðal átrúnaðargoð   Sjálfstæðismanna?Grin 

  Sjá Wikipedia dönsk útgáfa og íslensk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband