Nýr forstjóri FME lærir af þeim gamla!

Væri nú ekki gráupplagt að drífa í því að ráða nýjan forstjóra til Fjármálaeftirlitsins strax?   Þá hefði hann heilan mánuð til að læra réttu handtökin við reksturinn af Jónasi áður en hann hættir þann 1. mars n.k.  Það er svo verðmætt að nýta reynslu svona manna eins og Jónasar og þurfa ekki að læra allt frá grunni!   Svo getur Jónas efalítið kynnt hann fyrir helstu kúnnunum, féflettunum! Wink  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Af fréttum síðustu kvöld gæti maður haldið að Kaupþing hafi verið alþjóðlegt athvarf stórglæpamanna. Eða öllu heldur- það þarf bara nokkuð traust rök til að sannfæra mig um að svo hafi ekki verið. Og er þá ekki orðið augljóst að til þess að laða slíka starfsemi til landsins verði viðskiptavinirnir að geta treyst því að eftirlitið fari ekki að verða með nein vandræði? Ég hef nú takmarkaða þekkingu á þessum málum en ég held að það hljóti að vera vandfundnir menn sem hefu getað sinnt þessu fjármálaeftirliti með slíkum "bravör" sem við erum daglega að verða vitni að þegar skilvirkni þessa hóps koma í ljós.

Árni Gunnarsson, 28.1.2009 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband