Kjarkur!

Ég hef ekki lagt í að virkja bloggið hér ennþá - hornsíli eiga erfitt uppdráttar meðal hákarla og svo eru sumir hér orðljótir í þokkabót.     En ég verð að gera eins og ríkisstjórnin, herða upp hugann leggjast á árarnar og róa inn í brimskaflana og boðaföllin og taka stefnuna lágt, skrifa sjaldan og lítið að láta ekki brjóta á neinu.

Látum þetta duga sem fyrstu skrif héðan úr Skagafirðinum.

Ragnar


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 20:33

2 identicon

Sæll Ragnar, hef ekki heyrt í þér í nokkur ár, held ég bara. Ekki síðan við vorum að reyna að kenna útlendingum íslensku á netinu. Ég held að það hafi nú gengið eitthvað misjafnlega. Þú ert kannski að því enn?  Já þú ert kominn á "hættulegar" slóðir hér með því að blogga. Það er sama hvaða skoðanir þú hefur á mönnum og málefnum, þú átt alltaf á hættu að stíga á skottið á einhverjum sem er á öðru máli en þú og - já, sumir eru vissulega býsna orðljótir, haha!

Kveðja!

Hálfdan Helgason (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 20:39

3 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Þakka ykkur fyrir að bjóða mig velkominn, maður er svosem aldrei viss hvernig manni sé tekið! 

Það er rétt hjá þér Hálfdán, það eru nokkur ár síðan við vorum saman í Tungumálahópnum - sem ég reyndar er í ennþá þó ég skrifi ekki þar - það er orðið svo mikið af sérfræðingum, doktorum, prófessorum og málfræðingum að mér sanns mér vera ofaukið.   Svo eru oft svo mikið  af málfræði að það er ónotalegt.    Eitthvað hafði ég líka samband við þig um ættfræði!    Ert þú annars ekki sá sami og er með heimasíðuna   www.halfdan.is  ?      Ef svo er þyrfti ég eiginlega að tala við þig!

Ragnar        

Ragnar Eiríksson, 28.11.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband