30.11.2008 | 22:06
Þjóðníðingur
Geir H. Haarde,
Með yfirlýsingu þinni um að þú berir enga ábyrgð á því fjárhagslega hruni sem hér hefur orðið og þurfir ekki að biðjast afsökunar á einu eða neinu þá lýsi ég þig þjóníðing sem ættir að taka refsingu sem slíkur. Þú ert nú forsætisráðherra og sem slíkur berð þú ábyrgð á öllum gerðum ríkisstjórnar þinnar. Þú hefur margsinnis logið að þjóðinni, þú berð algerlega ábyrgð á orðum og gerðum Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra. Þrátt fyrir að hafa vitað af vandræðum bankanna alla vega frá í febrúar 2008 þá var ekkert gert til að stemma stigu við útþenslu þeirra. Þú bentir jafnvel á það í sumar að lang farsælast væri að gera alls ekki neitt. Þú hefur, með dyggri hjálp meðráðherra þinna, klúðrað samningum um ICESAVE bankareikningana svo mikið að sennilega þarf þjóðin að borga margfalt það sem eðlilegt má teljast. Svona mætti áfram telja mistök og vanhæfni þína í starfi. Þú varst áður fjármálaráðherra á sennilega mesta góðærisskeiði Íslandssögunnar og stærðir þig þá af því að hafa borgað niður skuldir ríkissjóðs. Það fór hins vegar minna fyrir því að safnað væri fé í sjóði eins og gjaldeyrisvarasjóð sem hefði e.t.v. hjálpað eitthvað í fjármálaöldurótinu. Hins vegar var ríkisbáknið þanið út svo nam tugum prósenta á valdaferli þínum.
Þegar allt er talið hefur þú í engu sýnt að þú værir hæfur til að stjórna ríkinu, enda enda er það nú sennilega "tæknilega" gjaldþrota eins og nú tíðkast að segja og þjóðin hefur misst mannorð sitt og sjálfsvirðingu bæði gagnvart sjálfri sér og öðrum þjóðum. Þú stóðst fyrir að kveikja þá elda sem nú loga og þrátt fyrir augljósa sekt og vanhæfni þína þá ætlastu til að þú fáir áfram að stjórna því björgunar- og slökkvistarfi sem á að reyna en illa gengur að hefja og þú vísar allri ábyrgð frá þér (sjá frétt á www.ruv.is 30.nov, 2008).
ÉG SEGI NEI. BURT MEÐ ÞIG GEIR. MEÐ ÞVÍ AÐ BIÐJAST AFSÖKUNAR OG LÁTA AF STÖRFUM STRAX GETURÐU EF TIL VILL MILDAÐ DÓMINN EN AÐ ÖÐRUM KOSTI ERTU Í MÍNUM AUGUM þjóðníðingur.
Ragnar Eiríksson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.