1.12.2008 | 17:53
Síðasta hálmstráið!
Nú standa yfir dauðateygjur fullveldismótmælanna, það mættu fáir og sjáanlegur árangur verður sennilega aðeins einhverjar málningarslettur og höggstaður fyrir andstæðinga mótmæla almennt. Sennilega er allt satt sem Jónas Kristjánsson segir um úrkynjun og meðvirkni og aumingjaskap íslensku þjóðarinnar!
Ég held persónulega að það sé einungis eitt ráð eftir til að hafa áhrif á ríkisstjórnina -kanske! Þetta eina ráð er vissulega ekki merkilegt og ekki heldur líklegt að fáist framkvæmt!
Ráðið er að BIÐJA þingmenn Alþingis að segja af sér og tryggja jafnframt að engir varamenn komi inn í stað þeirra sem hætta. Um þetta þurfa allir sem eru á móti ríkisstjórninni að sameinast og tala við þá þingmenn sem þeir þekkja.
Miðað við þær lýsingar sem við höfum fengið undanfarið af spillingu, vinatengslum og klíkusamböndum innan stjórnarráðsins, Alþingis, ríkisstjórnar og flokka er ekki mikil von um að maður verði bænheyrður. Hins vegar er hægt að höfða til samvisku, heiðarleika, heilbrigðrar skynsemi og til þingskaparlaga um hvar ábyrgð þingmanna liggur. Það er vafasamt að þetta höfði sterkt til stjórnarþingmanna sem vita að valdatíma þeirra flestra líkur þar með. Stjórnarandstæðingar í röðum þingmanna geta hins vegar enn borið höfuðið tiltölulega hátt þó sverðið hangi vafalaust yfir höfðum einhverra líka þegar að kosningum kemur. Það er alla vega öruggt að með því að segja af sér, segja sig frá allri ábyrgð á gerðum ríkisstjórnarinnar, þá hreinsa þingmenn mannorð sitt talsvert gagnvart þjóðinni með afsögn en ég held að talsvert kusk sé á hvítflibbunum núna, enda er stjórnarandstaðan jöfn stjórnarliðum að halda ríkisstjórninni við völd!
Hvað getur Alþingi og ríkisstjórn starfað með fáum þingmönnum. Ef 20 þingmenn stjórnarandstöðunnar hverfa af þingi og engir koma í staðinn stendur eftir ríkisstjórn með 43 þingsæti. Er henni sætt? Hvernig líta önnur ríki á slíka stjórnarhætti? Mér finnst að svo sé ekki og það mundi öðrum þjóðum þykja aðfinnsluverðir stjórnarhættir.
Ragnar Eiríksson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.12.2008 kl. 13:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.