Ungdómurinn í dag!

Úr Velvakanda Mbl. í dag 3/12 2008

"Jónas er frábær!

Ég er 88 ára gömul kona sem hef unun af að hlusta á þættina hans Jónasar í útvarpinu á föstudagskvöldum.   Það er ósk mín til ráðamanna útvarps að þeir hafi þættina áfram á dagskrá.   Ég veit ég tala fyrir fjölda manns á mínum aldri þegar ég segi að okkar afþreying sé að hlusta á útvarp á föstudagskvöldum, en ekki að fara út á lífið! "

Þar höfum við það - frekar að hlusta á Jónas en fara út á lífið - en það er þó valkostur sem Páll getur bent á ef hann segir Jónasi upp!!!!!!    Ég er 25 árum yngri en hefði ekki boðið honum upp á þennan valkost!

 Ragnar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg SoS

Ef honum Jónasi verður sagt upp í útvarpinu, þá skal ég sko berjast með kjafti og klóm, hennar móður minnar vegna og allra hinna sem ég veit að hann Jónas gerir lífið ljúft. Gott hjá þér, Ragnar, að rísa upp fyrir hönd eldri borgaranna. Efast um að margir á aldrinum 88 ára séu að blogga. En í Velvakanda getur þessi aldurshópur "enn" látið í sér heyra. Gott hjá "gömlu" konunni.

Bestu kveðjur til þín,

Ingibjörg SoS, 3.12.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband