Nú er sláturtíðin löngu komin!

Nú eru liðnar um 9 vikur frá hruninu og lítið sem ekkert hefur gerst sem til bjargar má telja.    Því síður hefur verið leitað að gerningsmönnum, sökudólgum, glæpamönnum eða hvað nú á að kalla þá sem þessum ósköpum hafa valdið.Þessu öllu má líkja við að þjóðin hafi verið hrakin og barin, hædd og svívirt af hópi fólks.   Þar má telja:

  • Útrásartröllin sem í mörg ár hafa spilað sig stór í okkar augum og logið og svikið og platað með fölskum fréttum af velgengninni, sem við, saklaus almenningur trúði eins og nýju neti.
  • Ríkisstjórn sem með aðgerðum sínum og aðgerðarleysi hefur verið drifkraftur svikanna.     Hún vissi - en gerði ekkert.    Hún vissi - en laug að hún vissi ekkert.  Hún lofaði aðgerðum en gerði ekkert!  Hún gerði - en það var allt til tjóns!
  • Alþingismenn sem áttu að setja alls kyns regluverk okkur til varnar en gerðu ekki og voru meira og minna meðvirkir með ríkisstjórninni og útrásarliðinu.
  • Opinberir starfsmenn sem margir hverjir hafa sýnt sig að hafa gert ýmis afgöp í starfi og jafnvel lögbrot.
  • Bankastarfsmenn sem fyrir peninga hafa svikið og logið í flestum eða öllum aðgerðum í sambandi við fyrirtækjastofnanair, rekstur og fjárflutninga í og úr sjóðum bankanna til fyrirtækja og jafnvel til að bjarga fjármunum vina og kunningja út úr hruninu - og þá á kostnað annara.

Ég trúði því í byrjun að strax mundi byrjað að leita hinna seku til að sættast við þjóðina sem að vísu var í losti.     Þá hélt ég að fáir svartir sauðir væru í hjörðinni sem mundu verða leiddir fram og skornir!     Það er augljóslega alrangt  -  ALLIR SAUÐIRNIR VORU SVARTIR !!!!   Þess vegna lítur nú út fyrir að ef einhverjir verða skornir þá séu það þeir hvítu.    Núna virðist sem staðan sé sú að beðið er eftir að atburðirnir fyrnist nokkuð og jafnframt er verið að koma eignum úr hinum gömlu bönkum sem ekki enn eru gjaldþrota í hendur æskilegra manna.       Þar má nefna sögur um að Kaupþing Lux hafi í gær verið selt Sigurði Einarssyni og Kaupþing Noregi hafi fallið í hendur Bjarna Ármannssyni!     Margt annað mætti nefna t.d. væntanlega sölu á Morgunblaðinu en spillingarfnykurinn er nokkuð sterkur í loftinu.     Reykjavík hlýtur að vera svipuðu "ilmstigi" og Siglufjörður og Raufarhöfn voru þegar sem mest var brætt þar af síld!!

Þingmenn eiga skilið sinn skammt af skömmum.     Það getur enginn þeirra firrt sig ábyrgð, hvorki á því sem gerðist fyrir hrunið né heldur því sem farið hefur fram eftir hrunið.     Það er að vísu staðreynd að valdaleysi sjálfstæðrar hugsunar meðal þingmanna er nánast algert, öll þingmál einstakra þingmanna og stjórnarandstöðu eru dæmd til dauða nema til komi stuðningur ríkisstjórnar.   Eftir hrunið kom í ljós að ríkisstjórnin hlustaði ekki á þjóðina, vildi ekki hætta, vildi ekki láta kjósa, vildi fá að vinna við að slökkva þá elda sem hún sjálf kveikti!   Þjóðin hefur verið barin til hlýðni, húðstrýkt þannig að hópar fólks eru að flýja land meðan aðrir eru enn bundnir á klafann og margir eiga einskis úrkosta annars en láta allt yfir sig ganga.    Á ÞETTA HORFA ÞINGMENN AÐGERÐARLAUSIR - ALLIR ÞINGMENN, LÍKA ÞEIR Í STJÓRNARANDSTÖÐUNNI SEM SEGJA "Við berum enga ábyrgð!"    

Auðvitað bera þeir ábyrgð á ríkisstjórninni og gerðum hennar, þeir sitja hjá við afgreiðslur á Alþingi - "til að trufla ekki björgunarstarfið, þeir "hafa hægt um sig" til að rugga ekki bátnum (þá gæti eitthvað af höggunum á þjóðina orðið vindhögg!), þeir sitja í nefndum eins og fjárlaganefnd en frá þeirri nefnd getur vart nokkuð vitrænt komið, hvað þá satt eins og nú er ástatt.     ÞINGMENN STJÓRNARANDSTÖÐU ERU ÞVÍ ALGERLEGA MEÐVIRKIR OG MEÐSEKIR um að halda ríkisstjórninni við völd og halda áfram misþyrmingu þjóðarinnar, þjófnaði og svindli.  MEÐ ÞVÍ AÐ SEGJA AF SÉR STÖRFUM SEM ÞINGMENN GÆTU ÞEIR NEYTT RÍKISSTJÓRNINA TIL AÐ SEGJA AF SÉR OG BOÐA TIL KOSNINGA.      

 

Þá er ótalinn sá eini sem við höfum kosið sjálf yfir okkur, sjálfur FORSETINN.     Hann virðist nokkuð samdauna þessu spillingarliði, búinn að mæra það í mörg ár og hefur baðað sig í því sviðsljósi og ferðast um heiminn til að segja frá ágæti hinna miklu fjármálafursta.      Hann stendur nú aðgerðarlaus á hliðarlínunni þegar þjóðinni HANS er misþyrmt á hinn grófasta veg af mönnum sem jafna má til landráðamanna.   Hann bauð fram að laun sín yrðu lækkuð vitandi það að ekki má hrófla við launum forseta.  Ég hef ekki heyrt af að hann hafi framselt hluta launa sinna til góðgerðarmála eins og honum er örugglega heimilt.     Að vísu er hann þarna í góðum hópi með formönnum verkalýðsfélaga sem ekki vilja lækka ofurhá laun sín og segja það senda röng skilaboð til atvinnurekenda.    Ja hérna, skinhelgin á engin takmörk!   

EN FORSETINN HEFUR VALDIÐ - HANN EINN GETUR ROFIÐ ÞING ÁN ATBEINA FORSÆTISRÁÐHERRA OG BOÐAÐ TIL ALÞINGISKOSTNINGA SEM ÞÁ SKULU FARA FRAM INNAN 45 DAGA (Stjórnarskrá - 24 grein).

Það gerir hann örugglega ekki - því hann, eins og allt hitt spillingarliðið vonar að öldurnar lægi, að fólk gleymi, að það takist að sjúga upp síðustu blóðdropana svo ekkert misjafnt verði sannað á einn eða neinn.    Það eru allir saklausir uns sekt hefur verið sönnuð - og meðan ekki er leitað finnst ekkert saknæmt!  (Og ef eitthvað er verið að leita þá eru það hinir seku sem fyrir leitinni standa!)

Hvað skal gera?     Ég veit það ekki en mér finnst það fari að verða stutt í að að tala um BYLTINGU af einhverju tagi!      

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband