25.1.2009 | 16:33
Ekki gleyma FÉFLETTUNUM!
Nú virðast hlutirnir vera að ske - Björgvin farinn, Jónas hættir 1. mars og stjórnin e.t.v. á fallanda fæti. Síðustu vikur hafa þó einkennst af því að féflettarnir sjálfir - þeir sem valdir voru að hruninu virðast hafa gleymst að mestu - að Ólafi Ólafssyni undanskildum en hann virðist enn vera við sama heygarðshornið og trúa á eigið sakleysi! Sagði meira að segja að einhverjir væru að sverta mannorð sitt! Maður hélt reyndar að það væri svart!
Mig langar í þessu tilefni að rifja upp listann yfir helstu féflettana og svona í framhaldinu nokkrar syndir og umræðuefni! Þetta er að mestu tekið af Silfri Egils - ég vona að Egill fyrirgefi stuldinn sem þó er það smávægilegur að hann gæti verið saknæmur.
1. Björgólfur Thor Björgólfsson
2. Björgólfur Guðmundsson
3. Magnús Þorsteinsson
4. Ágúst Guðmundsson
5. Lýður Guðmundsson
6. Sigurður Einarsson
7. Hreiðar Már Sigurðsson
8. Jón Ásgeir Jóhannesson
9. Kristín Jóhannesdóttir
10. Ingibjörg Pálmadóttir
11. Gunnar Smári Egilsson
12. Gunnar Sigurðsson
13. Pálmi Haraldsson
14. Jóhannes Kristinsson
15. Magnús Ármann
16. Þorsteinn M. Jónsson
17. Kári Stefánsson
18. Hannes Smárason
19. Kristinn Björnsson
20. Magnús Kristinsson
21. Bjarni Ármannsson
22. Róbert Wessmann
23. Ólafur Ólafsson
24. Karl Wernersson
25. Þorsteinn Már Baldvinsson
26. Sigurjón Árnason
27. Halldór Kristjánsson."
Þann 7. des. 2008 skrifaði bloggari sem nefndist AK 72 eftirfarandi pistil á Silfur Egils. Við hann mætti vafalaust bæta ótal atriðum sem síðar hafa komið fram en hann er ágætur til upprifjunar á að syndirnar eru margar, dreifast víða og ættu ekki að gleymast.
"Tveir mánuðir af ábyrgðarleysi
Bloggari sem nefnir sig AK-72 tók saman eftirfarandi lista. Því miður er þetta raunveruleikinn sem blasir við manni.
--- --- ---
Þegar ég sá ábendingu á Eyjunni um það, að sama endurskoðendafyrirtæki,
KPMG og sá um að kvitta upp á reikninga Glitnis, FL Group o.fl. fyrirtækja
sem stóðu í braski, skuli vera fengið til að rannsaka þau og sjálft sig í
raun, þá féllust mér hendur og vonleysið greip mig. Mér fannst eins og það
væri verið að senda okkur puttann enn eina ferðina og láta hina grunuðu
meðhöndla sönnunargögnin.
Í framhaldi af því fór hugurinn að líta yfir síðustu tvo mánuði og allt
það sem hefur komið fram úr rotnum innviðum samfélagsins sem er að hruni
komið, og hvað það er æpandi að hinir seku og grunuðu sitja sem fastast á
meðan almenningi er ætlað að þjást fyrir þá. Engin ábyrgð né nokkuð gert
til að stöðva óheiðarleikann eða byggja upp traust, og varð það eiginlega
til þess að ég ákvað að taka saman lista yfir sem mest af þessu og vonandi
bætir fólk við.
Endurskoðendur sem sáu um að fara yfir ársreikninga og annað hjá
bönkunum, eru nú að rannsaka það sem þeir klúðruðu í upphafi. Engin ábyrgð
af þeirra hálfu og liggja undir grun um óeðlileg vinnubrögð en samt
fengnir í það, að rannsaka viðskiptavini sína sem þeir samþykktu. Hafa
ekki verið rannsakaðir enn.
Bankamenn sem bera ábyrgð á IceSave, peningamarkaðsjóðum, vafasömum
viðskiptaháttum og blekkingum ýmiskonar, sitja enn. Engin rannsókn hefur
farið fram á gjörðum þeirra, heldur hafa þeir haft tvo mánuði til
gagnaeyðingar.
Stjórnendur FME sem áttu að fylgjast með og skoða hvort eitthvað
óeðlilegt hafi verð í gangi, sitja enn þrátt fyrir að hafa brugðist öllum
skyldum sínum. Hafa ekki þurft að sýna ábyrgð, heldur fengið aukin völd.
Starfsmenn Kaupþings sem stofnuðu ehf. til að færa skuldir vegna
hlutabréfakaupa inn í og skella í gjaldþrot með aðstoð bankans, sitja enn.
Ekkert gert til að taka á þessu.
Stjórn Kaupþings ákvað að fella niður skuldir ómissandi starfsmanna,
en segjast ekki ætla að gera það eftir fjölmiðlaumfjöllun. Enginn þarf að
víkja né sýnt fram á að slíkt verði hvorteð er ekki gert. Orð frá
bankamönnum er hreinlega ekki traustsins verð í dag.
Formaður VR sem sat í stjórn Kaupþings og vann gegn hagsmunum umbjóðenda
sinna, situr enn sem fastast í stéttarfélaginu og Lífeyrissjóðnum sem
notaður var til að fjárfesta fyrir auðmennina. Enga ábyrgð hefur hann sýnt
heldur stendur í því að múta trúnaðarmönnum með jólahlaðborðum.
Nýi bankastjóri Glitnis reynist hafa óhreint mjöl í pokanum með
verðbréfaviðskipti. Þarf enga ábyrgð að sína, heldur situr sem fastast.
Nýja bankastýra Glitnis hefur meiri áhyggjur af því að það fréttist um
vafasöm viðskipti bankans heldur en að vinna að heiðarleika og trausti með
því að leggja öll spil á borðið, og hefur hafið mannaveiðar innan bankans
í leið að litla Glitnis-manninum. Sá á að sýna ábyrgð, ólíkt stjórnendum
bankans.
Bankastýra Landsbankans, reynist hafa verið hægri hönd fyrrum
bankastjóra og mjög líklega með fulla vitneskju um stöðu bankans og
IceSave ásamt því að vera með puttana í vafasömum viðskiptum. Ekki hefur
verið neitt rannsakað með þátt hennar og hún situr sem fastast ásamt öðrum
stjórnendum.
Einn af ábyrgðarmönnunum á bak við IceSave er gerður að yfirmanni innra
eftirlits landsbankans og liggur undir grun um að vera að fegra sinn hlut
í því þannig. Enga ábyrgð þarf hann að sýna né hefur hlutur hans verið
rannsakaður.
Fyrrum yfirmaður verðbréfasviðs sem er grunaður um að hafa nýtt sér
upplýsingar sem hann hafði aðgang að sem ráðgjafi ríkistjórnar í
húsnæðismálum, til innherjaviðskipt, situr sem fastast í Landsbankanum og
er yfirhagfræðingur.
Greiningardeildirnar sem sáu um að ljúga að fólki, eru enn með sömu
yfirmenn og skipulögðu þessa fölsku auglýsingastarfsemi bankanna. Enn
halda fjölmiðlar áfram að sýna ábyrgðarleysi og spyrja einskis.
Þingmaður sem sat í stjórn Glitnis Sjóða, situr enn, þrátt fyrir að það
hafi verið ýmislegt vafasamt þar. Grunur um að 11 milljörðum hafi verið
dælt í Sjóð 9 til að bjarga honum, hefur ekki enn verð afsannaður.
Ráðuneytisstjóri sem grunaður er um að hafa nýtt sér upplýsingar, til að
losa sig við hlutabréf í Landsbankanum, situr sem fastast og hefur
yfirlýst traust ráðherra. Engin rannsókn hefur farið fram á athæfi hans,
heldur er slegið skjaldborg í kringum hann.
Auðmenn sem hafa skuldsett bankanna og fyrirtækin svo svakalega að
landið er á leið í þjóðargjaldþrot, fá að kaupa upp bestu bitana úr
þrotabúum eigin fyrirtækja og hafa stofnað sjóði til uppkaupa(Fönxi-sjóður
Straums er gott dæmi). Engin ábyrgð fellur til þeirra handa né reynt að
hindra þennan hrægammahátt né eigur frystar eða handtökur farið fram.
Seðlabankastjóri gasprar og lætur allskonar rugl út úr sér í viðtölum
sem valda titringi á alþjóðavísu og er hugsanleg orsök að þriðji bankinn
fór í þrot. Enga ábyrgð hefur viðkomandi þurft að sýna heldur fær að sitja
sem fastast ásamt vanhæfri stjórn Seðlabankans, sem hefur tekið
stórskaðlegar ákvarðanir á borð við hringl með stýrivaxtahækkanir, lækkaða
bindiskylda til handa bönkunum og fleira sem hefur átt sinn þátt í að
skapa aðstæður fyrir þetta þjóðargjaldþrot.
Hafist er handa á fullu við það að selja Kaupþing í Luxemborg, þrátt
fyrir að rauður þráður vafasamra viðskipta auðmanna og bankamanna,
peningaþvætti og ýmislegt fleira vafasamt, liggi þar í gegn. Reynir er að
koma þessu í hendur fyrrum stjórnarformanns Kaupþings, svo hann geti
klárað gagna-eyðingu og hulið slóðina.
Glitnir afskrifar skuldir fyrirtækisins Stím, sem bankinn notaði til að
fjárfesta í sér og í FL group til að búa til viðskipti, Ábyrgðarlaust lán
og vafasamir viðskiptahættir hafa ekki enn fengið nokkurn mann til að
víkja.
Fyrrum Samvinnutryggingar, og núverandi Gift, hefur skyndilega farið frá
30 milljörðum í plús í svipað í mínus vegna þess að peningurinn var nýttur
til að sýna viðskipti með félög sem stjórnarmenn tengdust eða höfðu tengsl
við e.t.v. Enginn þarf að sæta ábyrgð, heldur er bara yppt öxlum af þeim
sem misnotuðu féð.
Ráðherrar sem virtust hafa haft pata af og vitað um hvert stefndi, sitja
sem fastast og vilja ekki víkja. Ábyrgð þeirra felst nefnilega í því að fá
launaseðilinn en ekki að víkja til að leyfa hæfari mönnum og ótengdum
mistökunum að taka við.
Þingmenn sem áttu að veita ráðherrum aðhald, sinna eftirliti og setja
lög til varnar því að svona færi, brugðust algjörlega og létu
flokksskírteinið og ráðherraræðið vísa sér leið. Enginn þeirra hefur sýnt
manndóm og sagt af sér.
Læt þetta nægja í bili enda er ég farinn að rífa hár mitt af örvinglun og
gremju yfir því að enginn ábyrgð sé sýnd, ekkert sé reynt til að stíga
spor í átt til réttlætis og uppbyggingu trausts og heiðarleika, heldur
virðist sem að dagskipunin sé að bjarga hinum fáu af Icetanic sem keyrðu
skipið í strand, og láta almenningin á neðri farrýmunum drukkna."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Facebook
Athugasemdir
Björgvin sagði eingöngu af sér til að eiga meiri möguleika sjálfur í komandi kosningum! Eiginhagsmunir og ekkert annað sem var þarna haft að leiðarljósi! Auðvita á manni að vera sama af hvaða forsendum þessir menn hætta - bara að við gleymum því ekki í næstu kosningum! Minni íslenskra kjósenda hefur ekki verið gott hingað til en ég hef ofurtrú á íslendingum þessa dagana enda erum við búin að taka upp frönsku leiðina! Bara að við notum þessa nýju leið í kjörklefanum og sýnum þessum gömlu fúkkaflokkum að við viljum þá ekki meir!
Ruth Bergs. (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 19:49
Sæl Ruth,
Bara búin að finna mig!
Nei, við erum ekki búin að taka upp frönsku leiðina - það er kúamykja á Alþingishúsið - er það ekki?
Þú mátt ekki ætla Björgvin neitt illt, hann er með engils ásjónu og miklu betri en geldingurinn - vitleysa, varaformaðurinn hjá Samfylkingunni! Hins vegar fær Björgvin ekkert fylgi á Suðurlandi, það fer allt til Árna Johnsen sem er búinn að tala í þá kjark á ótal vel sóttum fundum og ætlar að verja þá fyrir illri ásókn vondra manna á háum hælum og annarra lagakróka!
En nú fer að birta til, Danir eru næstum komnir áfram í handboltanum, Svíar næstum dottnir út, Geir orðinn skjálfraddaður og Ingibjörg Sólrún þurfti ekki hækju - vitleysa - Össur til að styðja sig þegar hún kom af seinni fundinum með Geir.
Kveðja,
Ragnar
Ragnar Eiríksson, 25.1.2009 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.