Hvað sagði Páll Skúlason?

"Landráð af gáleysi eru líka landráð".     "Það er talsverð spilling í viðskiptalífinu en ég held það sé lítil spilling í stjórnmálunum" (ekki alveg öruggt með orðalagið hér!).   Páll sagði líka að þeir sem stjórnuðu landinu ættu að axla ábyrgð og láta af störfum því þeir hefðu ekki traust þjóðarinnar.     Hann vildi þó ekki persónugera þetta sem er reyndar svolítið kúnstugt að mér finnst, því þeir sem stjórnuðu landinu hafa enga ábyrgð axlað, hlusta ekki á almenning, sýna ekki heilbrigða skynsemi og sitja eins og einvaldsherrar sem ráðskast án raunverulegs umboðs með fjöregg þjóðarinnar.     Ætli Páll Skúlason geti staðið við þau orð að stjórnmál á Íslandi séu lítið spillt?   Betur að satt væri en ég trúi því ekki - það er verið að fela eitthvað mjög ljótt að ég held!

Það sem Páll sagði um nýtt siðferðismat í stjórnmálum eru orð í tíma töluð.

Mér fannst hann vilja kenna þjóðinni um á hve lágu plani stjórnmálin væru.     Mér finnst þetta ekki réttmætt því það hefur markvisst verið unnið að því að þagga niður raddir fólks sem ekki samrýmdust því sem valdhafarnir vildu og hefur ýmsum ófögrum meðulum verið beitt.     Má þar benda á stuðning ríkisins við stjórnmálaflokka og kröfur um lágmarksfylgi sem t.d. eyðilagði möguleika Ómars Ragnarssonar - heiðarlegs manns - um að komast á þing.    Það væri betra fyrir okkur núna að hafa hann á þingi - alveg burtséð frá skoðunum hans.    Við þurfum að fá að kjósa heiðarlegt fólk á þing með siðferðismat eins og Ómar hefur!

Ragnar Eiríksson 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég virði Páli Skúlasyni til vorkunnar sem fyrrum akademiskum embættismanni að kveða ekki mikið fastar að orði en hann gerði. Upp úr standa þó tilvitnuð orð um landráð.

Ógnvænlegast þykir mér þó svona til framtíðar litið hversu margir pólitískir moðhausar úr röðum borgaranna reyna enn að skýla þessu glæpahyski í umræðunni.

Árni Gunnarsson, 28.12.2008 kl. 22:41

2 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Já Árni minn, Páll gat ekki gengið lengra en þó engin nöfn væru nefnd var ljóst við hverja var átt.     Hann benti líka á að þetta fólk hefði lent í hruni alveg óvart og án þess að ráða við það.    En var það svo?    Ég held ekki og alla vega átti að taka til varna ef engin spilling var í spilinu!

Kveðja

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 28.12.2008 kl. 23:26

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Ragnar, það sem þú segir um að "þagga niður raddir fólksins" kom reyndar aðeins fram hjá Páli, þó hann hafi tekið hliðarvinkil á það.

Hann nefndi sérstaklega að fáir menn hefðu fengið "óeðlileg völd" og í krafti þeirra hafi verið stunduð einokunarstarfsemi á Íslandi. Held að það sé alveg klárt að vald yfir fjölmiðlum falli þarna undir.

Haraldur Hansson, 29.12.2008 kl. 00:27

4 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Sæll Haraldur og ég þakka tilskrifið.    Ég þakka einnig fyrir öll skrifin þín sem ég er sammála í nánast einu og öllu.    Það er fengur að svo greinargóðum skrifum um ESB því ég ætla ekki að lesa Lissabontraktatinn (kanske úrdrátt á Dönsku einhverntíma!).

Varðandi ræðu Páls þá fór hún víða og var ekki einnar yfirlestrar(-hlustunar ) ræða.   Ég er reyndar stoltur af að hafa verið með Páli í barnaskóla en fljótlega eftir það skildu leiðir - ég spilltist og fór að reykja og gekk svo Meðaljónaveginn en Páll stefndi strax upp og gat það!    Eins og ég segi við Árna - Páll gat ekki gengið lengra miðað við núverandi ástand í þjóðfélaginu - ÞÖGGUNINA.     Ég fjallaði í einum pisli hér áður um að Ómar Ragnarsson væri heiðarlegur maður - sem hann er!      Hann er hins vegar enn á því stigi sem flestir ef ekki allir hér í Bloggheimum - að þegja fremur en segja sannleikann við menn.    Svo er einnig um Ólínu Þorvarðardóttur.  Hún skrifar pistil og mærir Pál og tekur svo orð hans um samvinnu og samhug sem þurfi að verða og mærir það sérstaklega.   Framboð í vændum?      Menn hafa hengt sig í aukaatriði alveg endalaust en í fréttum Stöðvar 2 kom SONNUNIN FYRIR LANDRÁÐUM ALVEG ÓTVÍRÆTT FRAM.     Fyrst kom Guðni og sagði " Dimm óveðurssky HRANNAST upp!"        Svo kom Geir H. Haarde og sagð:    Þetta eru einhverjir erfiðleikar "EN ÞAÐ ER FJARRI ÞVÍ AÐ BANKARNIR SÉU OF STÓRIR!"       Svo settist liðið undir árar  og hvert réri það:     ÞAÐ RÉRI UNDAN STRAUMI MEÐ STÝRIMANN GEIR TIL AÐ TELJA Í!        Í stað þess að snúa bátnum og róa á móti - reyna eitthvað - alla vega fara með sjóferðabænina!!!!!  Þetta ver e.t.v. of seint en maður fær stundum prik fyrir viðleitni!    

Varðandi fólk hér á blogginu almennt þá er gagnslaust að hafa skoðun og segja hana ekki nema í hálfkveðnum vísum eða með einhverja hliðarvinkla utan í málið.

Ég kann alla vega illa við að ganga að í mann og segja "Heyrðu, snúðu þér við, ég ætla að stinga þig í bakið"!!!!!!!!!!!!

Ríkisstjórn og stjórnarþingmenn eru öll undir ákæru minni um landráð.    Sennilega má taka Kristinn H. Gunnarsson með þar sem hann studdi vantrausttillöguna!  

Ég er alla vega orðinn þreittur á að sagt sé "Það má ekki persónugera vandann".       ÞAÐ Á AÐ PERSÓNUGERA VANDANN OG HANANÚ!!!!!

Ragnar Eiríksson

Ragnar Eiríksson, 29.12.2008 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband