Svar til Haraldar Hanssonar um Pál og landráðin

Sæll Haraldur og ég þakka tilskrifið.    Ég þakka einnig fyrir öll skrifin þín sem ég er sammála í nánast einu og öllu.    Það er fengur að svo greinargóðum skrifum um ESB því ég ætla ekki að lesa Lissabontraktatinn (kanske úrdrátt á Dönsku einhvertíma!).

Varðandi ræðu Páls þá fór hún víða og var ekki einnar yfirlestrar(-hlustunar ) ræða.   Ég er reyndar stoltur af að hafa verið með Páli í barnaskóla en fljótlega eftir það skildu leiðir - ég spilltist og fór að reykja og gekk svo Meðaljónaveginn en Páll stefndi strax upp og gat það!    Eins og ég segi við Árna - Páll gat ekki gengið lengra miðað við núverandi ástand í þjóðfélaginu - ÞÖGGUNINA.     Ég fjallaði í einum pistli hér áður um að Ómar Ragnarsson væri heiðarlegur maður - sem hann er!      Hann er hins vegar enn á því stigi sem flestir ef ekki allir hér í Bloggheimum - að þegja fremur en segja sannleikann við menn.    Svo er einnig um Ólínu Þorvarðardóttur.  Hún skrifar pistil og mærir Pál og tekur svo orð hans um samvinnu og samhug   að verða og mærir það sérstaklega.   Framboð í vændum?      Menn hafa hengt sig í aukaatriði alveg endalaust en í fréttum Stöðvar 2 kom SÖNNUNIN FYRIR LANDRÁÐUM ALVEG ÓTVÍRÆTT FRAM.     Fyrst kom Guðni og sagði " Dimm óveðursský HRANNAST upp!"        Svo kom Geir H. Haarde og sagði:    Þetta eru einhverjir erfiðleikar "EN ÞAÐ ER FJARRI ÞVÍ AÐ BANKARNIR SÉU OF STÓRIR!"       Svo settist liðið undir árar  og hvert réri það:     ÞAÐ RÉRI UNDAN STRAUMI MEÐ STÝRIMANN GEIR TIL AÐ TELJA Í!        Í stað þess að snúa bátnum og róa á móti - reyna eitthvað - alla vega fara með sjóferðabænina!!!!!  Þetta var e.t.v. of seint en maður fær stundum prik fyrir viðleitni!    

Varðandi fólk hér á blogginu almennt þá er gagnslaust að hafa skoðun og segja hana ekki nema í hálfkveðnum vísum eða með einhverja hliðarvinkla utan í málið.

Ég kann alla vega illa við að banka í mann og segja "Heyrðu, snúðu þér við, ég ætla að stinga þig í bakið"!!!!!!!!!!!!

Það er líka tilgangslaust að skamma undirsátana, seðlabankann, FME, skilanefndir og hvað nú annars er verið að skamma.       GEIR OG RÍKISSTJÓRNIN  ERU MEÐ ÁBYRGÐINA ER AÐ ÞJÓÐINNI SNÝR OG ÞETTA FÓLK BER AÐ REKA FRÁ VÖLDUM,

Ragnar Eiríksson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Sæll aftur Ragnar.

Ég setti saman smá hlugleiðingar um viðtalið við Pál en þær eru ekki komnar á bloggið. Önnur, um Moggagrein á Þorláksmessu, var "á undan í röðinni" en Páll kemur síðar.

Ég veit ekki um Lissabon samninginn á dönsku en get bent þér á útgáfu grunnsamninga ESB sem danski Evrópuþingmaðurinn Jens-Peter Bonde ritstýrði og kom út á þessu ár. Ritið var gefið út í Danmörku en er á ensku, það er líka til á netinu.

Þarna stillir hann um samningunum á mannamáli (Reader-Friendly Edition) og setur jafnframt athugasemdir um breytingar sem leiða af Lissabon samningnum. Þetta er hlutlaus framsetning sem ég mæli með.

Þeir sem lesa þetta og treysta eigin dómgreind og heilbrigðri skynsemi, til að rýna í textann með gagnrýnum hætti, verða trúlega afhuga því að Ísland gangi í Evrópuríkið.

Haraldur Hansson, 29.12.2008 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband