Ábyrgð til þrautavara!

Það hefur verið sérstakt að hlusta á stjórnmálamennina undanfarna daga.    Ingibjörg varaði vinkonu sína við lausmælgi á baráttufundi, orð sem telja má ígildi þöggunar.     Geir sagði eftir að hafa setið fund með Robert Wade, spámannlega vöxnum hagfræðingi, að maðurinn vissi ekki nándar nærri því nógu mikið um Ísland og það sem verið væri að gera til að segja að gera þyrfti meira og eitthvað annað en gert væri.   Í fyrramorgun (12.-13. jan. 2009) var svo Árni M. Mathisen í viðtali og var spurður hvort hann hefði einhverntíma hugleitt afsögn.   Svarið var að "maður getur nú ekki neitað því  en þegar ég horfi til baka sé ég ekkert það sem gæti verið tilefni til afsagnar."        Svo er nú það.

Í dag 16. janúar, 2009 flytur svo forkona Framsóknarflokksins, Valgerður Sverrisdóttir ræðu á flokksþingi og segir að enga ábyrgð beri hún eða Framsóknarflokkurinn á því hruni sem orðið hafi á bankakerfi landsins!     Nei, nei, nei, þetta er alfarið Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu að kenna!

Til að fullkomna þetta samþykkir flokksþing Framsóknarmanna svo að sækja um inngöngu í ESB ef Alþingi vill og ströng samningsskilyrði eru sett!     Hver er ekki opinn í báða enda?    

Er það bara ekki alveg víst að við eigum siðblindasta og spilltasta stjórnmálafólk alla vega á norðurhjara veraldar????   

Ég er jafnvel farinn að trúa að þetta sé upp til hópa vont fólk og hef ég þó alltaf reynt að hafa þá trú að allir væru góðir en það sæist bara misvel!    Það er hins vegar bara ekki eðlilegt þegar Valgerður skautar framhjá þátttöku Framsóknar í að koma á kvótakerfinu í fiskveiðum og kvótaframsalinu, í orkustefnunni og byggingu Kárahnjúkavirkjunar, í einkavæðingu ríkisfyrirtækja þar sem hún sjálf batt endahnútinn með sölu bankanna!    Nei, nei, ég er syndlaus, hvítur sem engill segir Lómatjarnarfrúin um sig og flokkinn!     

Geir er búinn að margsegja að hann beri enga ábyrgð á því ástandi sem nú er, vandamálin komi að mestu leyti frá Bandaríkjunum þó reglur hefðu mátt vera eitthvað strangari í viðskiptaheiminum hér og reyndar hjá ESB!   Ja hérna og svei því!!!    Ég held það hafi að jafnaði komið upp eitt hneykslismál á dag þá 100 daga sem liðnir eru síðan hrunið varð.    Það eru mörg dæmi um óeðlilega viðskiptahætti með og í fyrirtækjum, óeðlilega fyrirgreiðslu í bönkum, óeðlilega starfshætti ráðherra og fjármálaeftirlits og t.d. frændhygli (nepotism).      Allt er þetta eitthvað sem ekki kemur utanlands frá.   Eitthvað sem er í kerfinu hér og hefur viðgengist lengi - mjög lengi en er nú að fljóta upp á yfirborðið þegar brynvörnin brotnar.    Eitthvað sem íslenskt stjórnvöld og stjórnmálaflokkar bera ábyrgð á.     Eitthvað sem við - ÞJÓÐIN - vissum um en samþykktum eða gerðum ekkert til að stöðva!!   

Núna síðustu daga fréttum við af frændhygli í Landhelgisgæslunni en við þá stofnun hefur lengi loðað spillingarstimpill og má þar nefna rússneska sendiherrann sem bauðst til að selja okkur þyrlur helmingi ódýrar en aðrir en var ekki virtur svars!!!    Þá hafa peningarnir, 26 milljarðar kr, sem frændi emírsins í Khatar  átti að hafa borgað fyrir hlut í Kaupþingi, verið týndir í viku en nú heyrist að helmingurinn hafi verið sendur til Cayman Islands en hitt hafi verið lán með veði í hlutabréfunum sjálfum.

Þetta verður rannsakað gaumgæfilega af Fjármálaeftirlitinu sem eins og allir vita er líka að rannsaka starfsemi Stíms ehf, gjaldþrota eignarhaldsfélags sem eiginlega enginn á en hefur að því er virðist verið á framfæri fátæks útgerðarmanns.    Sú rannsókn hefur staðið í vel á annað ár og  er skýrslu efalítið að vænta  -   þegar rannsókn er lokið!!!!!  Enn tekst blaðamönnum þó ekki að draga orð upp úr forstjóra FME um þetta mál!!     Síðasta undrið núna er svo hvort Fjárfestingabankinn Straumur sem ég held að líka sé kallaður Straumur-Burðarás og er í eigu Björgólfs Thor, sé að stunda ólögleg viðskipti með gjaldeyri sér til ábata.    Kemur þá upp í hugann hvítþvottur á "svörtum" peningum.    Erum við ekki að fara að borga ICESAVE-skuldir Björgólfanna meðan þeir stunda "ábatasöm viðskipti" til að geta borgað skuldirnar af fótboltaliðinu West Ham?   Flott!

Ég hef síðan snemma í desember gert það mér til gamans að fara inn á fjármálavefinn Bloomberg.com til að sjá hvernig gangi á þessum hlutabréfamörkuðum og hvernig olíuverðið þróist.     Þarna á Evrópuvefnum er listi yfir félög með mestu viðskiptin hvern dag.     Þar hefur fyrirtækið Straumur-Burðarás alltaf skotið upp kollinum öðru hvoru og þá í svona 3.-6. sæti yfir mestu viðskiptin þann daginn!      Hefur mér alltaf fundist þetta skrýtið - svo skrýtið að ég skrifaði um það í bloggathugasemd einhvers staðar um viðskipti á Þorláksmessu eða Aðfangadag að þetta væru "skrýtin viðskipti og hvort einhver væri virkilega að kaupa hlutabréf í Straumi-Burðarás til að gefa í jólagjöf"!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

En þetta verður vitaskuld allt rannsakað ítarlega af Fjármálaeftirlitinu, eitthvað sem ég skil ekki alveg hvernig þeir geta ef þeir eru búnir að rannsaka eins manns fyrirtækið Stím í hátt á annað ár án þess að komast að niðurstöðu um hvort allt sé með felldu.    Hjá Straumi-Burðarás starfa 500 manns og eins og segir á Wikipedia vefnum " Nú teygir Straumur anga sína til tíu landa, sem innihalda meðal annars Bretland, Danmörku, Svíþjóð, Finnland og Tékkland og er sjötta stærsta fyrirtækið í íslensku Kauphöllinni."  Eitthvað svona kolkrabbalegt og ekki á allra færi að kljást við - en FME getur það!!!!

Egill Helgason sagði reyndar í Kastljósi kvöldsins (16/1 2009) að Fjármálaeftirlitið spilaði í hinu liðinu, þ.e. útrásarliðinu!!     Það skildi þó aldrei vera að hópurinn væri allur í hinu liðinu, Geir, Árni, Ingibjörg, Guðlaugur Þór og hvað hann heitir viðskiptaráðherra (það er ekki furða þó Geir og Ingibjörg gleymi honum alltaf!) o.s.frv. sem öll hafa verið með leiðindi við okkur þegnana (ekki þjóðina!).     Nei,  það getur ekki verið, frekar vil ég kalla þau vitlaus!!!    En Egill sagði líka að FME hefði haldið yfir 100 fundi erlendis til að lofa ágæti útrásarinnar!     Ekki hef ég tölu á þeim, en grunsamlegt er þetta og víst er að fjármálaeftirlits-Jónas ber kápuna á báðum öxlum og liggur undir grun!

Það er alla vega ljóst að forsætisráðherra Geir H. Haarde ber ábyrgð á jafnt samráðherrum sínum sem undirmönnum öllum, hvað þeir aðhafast og segja - og ekki síður hvað þeir aðhafast ekki og segja ekki!  

Skyldi vera pláss fyrir fleiri en einn á Túvalu - þetta er 4. minnsta ríki veraldar "aðeins" 26 ferkílómetrar.  Ótvíræður kostur er að höfuðborgin heitir FUNAFUTI - sem gæti útlagst FUNAFAUTI!!!!!

Myndin hér fyrir neðan er frá Funafuti og heitir því góða nafni "Busy day at the market."

Funafuti_Busy_day_at_the_market


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér líður nú betur þegar Valgerður er búin að afgreiða helvítis spillinguna út úr Framsókn. Enda hafði ég nú satt að segja aldrei lagt mikinn trúnað á þann sveim.

Og nú þurfum við bara að kjósa framsókn til að koma á róttækum breytingum á Stjórnarskránni, minnka vald ráðherranna og efla vald Alþingis. Eins og ég hef lengi sagt þá er fátt mikilvægara okkar þjóð en að stórefla utnríkisþjónustuna og taka til muna virkari þátt í uppbyggingarstarfi stríðshrjáðra landa eins og framsókn mun samþykkja nú um helgina. Þá er komið að því máli sem ég hef lengi borið fyrir brjósti en það er að lengja fæðingarorlofið í ár, svona til að byrja með. Tillaga um það liggur fyrir fundinum og ekki efa ég að Grétar á Hóli mun samþykkja það ef hann er staddur þarna sem ég ætlast til að hann sé.

Mér kemur ekki á óvart að tímamót í þessu samfélagi urðu snögg þegar Einar á Skörðugili gaf sér loks tíma til að móta stefnu þjóðarinnar til framtíðar. Því þegar upp er staðið þá eigum við ekki að æmta um féleysi þegar verkefnin kalla. "Vilji er allt sem þarf!" Einhvers staðar mun vera hægt að finna fé án hirðis og þar treysti ég engum betur en Þórólfi Gíslasyni með dyggri aðstoð Péturs Blöndal, Ólafs á Samskipinu og Finns sem engin hefur fundið fyrr en á þessum fundi.

Nú fer landið að rísa! Lifi Framsóknarflokkurinn!

Árni Gunnarsson, 17.1.2009 kl. 00:33

2 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Ekkert smáræðis sammála!    Það er þá von fyrir land og þjóð eftir allt saman.     Það þarf ekkert að hafa áhyggjur af peningum - hann Þórólfur sagði að allt væri í lagi!   Það voru víst reyndar 20 þarna á fundinum á móti ESB og ég er nú hræddur um að Einar hafi verið í þeim hópi ásamt Höllustaða Páli.    Ég held að Grétar sé orðinn of laslegur fyrir svona stórar samkuntur, karlanginn!    En það kemur maður í manns stað þó hætt sé við að röddina Grétars vanti.     Ég orti vísu í kvöld - ekki snilldargóða en þó:

Framsóknar í faðm að lenda

freistar margra að ég tel.

Býður sig í báða enda

bitlingana launar vel!

Hvernig líst þér á framtíðarverustað Davíðs - Túvalú.    Þarna er vörubíll á myndinni - þeir kæmust báðir á pallinn hann og Geir.  

Kveðja í spillinguna,

Ragnar 

Ragnar Eiríksson, 17.1.2009 kl. 01:42

3 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Ég gleymdi að nefna fæðingarorlofið - ég er nú heldur á móti því, þó ekki væri nema vegna þess að það er búið að gelda mig!!!!!!!                          Ég verð víst að taka það fram að það var gert að mér forspurðum og með lyfjum - en samt - þeir sáu ekki ástæðu til að nefna það við mig á Landsspítalanum sem sýnir hvert álit þeir höfðu á mér!

Varðandi utanríkisþjónustuna þá styð ég að sjálfsögðu eflingu hennar og bendi jafnframt á að ef Davíð væri sendiherra þá gæti Geir verið skrifari - það voru alla vega alltaf skrifarar með heldri mönnum í sjóræningjamyndunum í gamla daga!

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 17.1.2009 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband