29.12.2008 | 00:16
Afsökunarbeiðni!
Ég biðst hér með afsökunar á að hafa misritað nafn Fréttagáttarinnar í pistli um ritskoðun þar sem átt var við Blogggáttina. Með því að skrifa þetta ætti umræddur pistill að detta út. Það er rétt að maður á að lesa viðeigandi leiðbeiningar þó það vilji nú brenna við að það gleymist. Ég tel mig reyndar hafa séð fleiri færslur sama höfundar í einu en málið er ekki alvarlegt - alla vega ekki fyrir mig og þessi þjónusta er alla vega frábær, bæði Blogg- og Fréttagáttin!
Kveðja,
Ragnar
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.