29.12.2008 | 22:56
Páll Skúlason í þætti Evu Maríu og hegningarlög!
Hér er viðtal Páls Skúlasonar í þættinum Sunnudagskvöld með Evu Maríu. Páll Skúlason er prófessor í heimspeki og fyrrverandi háskólarektor. Því ættu orð hans að hafa allnokkurt vægi og þess virði að á þau sé hlustað. Sérstaklega má vekja athygli á síðari hluta viðtalsins, eftir 20. mínútu eða svo.
Úr hegningarlögum:
Almenn hegningarlög1)
1940 nr. 19 12. febrúar
X. kafli. Landráð.
86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
.
.
91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með
1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.
-------------------------------
Eftir því sem ég best fæ séð gera hegningarlög alls ekki ráð fyrir því að það sé refsivert að stjórnvöld setji landið á hausinn, sama hvað er, viljandi, af vangá eða heimsku. Stjórnvöld virðast stikkfrí í dæminu. Það er í mesta lagi hægt að klekkja smávegis á embættismönnum t.d. fyrir ólögleg hlutabréfaviðskipti! En ríkisstjórnin má gera hvaða vitleysu sem er - það er greinilega allt í boði kjósenda!
Þó held ég að það hafi verið kafli um aðgerðir sem valda því að erlent ríki gerir árás eða t.d. setur hryðjuverkalög - ég bara fann hann ekki aftur og nenni ekki að leita meira!
O sei, sei, já! Og hananú!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú finnur það í 100gr almennra hengingarlaga. Ef þú kíkir á mína síðustu bloggfærslu þá sérðu það svart á hvítu.
Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.