Það verða kosningar fyrr en seinna!

 Það stenst ekki heilbrigða hugsun að ríkisstjórnin geti setið mikið lengur án þess að segja af sér og boða til kosninga.     Hún veit hún hefur óhemju stóran meirihluta þjóðarinnar á móti sér, öll hennar verk eru dæmd af því sem á undan er gengið og þar ber hæst andvaraleysi, fyrirhyggjuleysi, heimska og óheppni.    Hún dröslar með sér líki frjálshyggjunnar sem allir hafa nú andstyggð á.   Ofan á þetta bætist svo að nánast öll hennar verk eftir bankahrunið eru mislukkuð.    Hvernig væri björgunarsveit metin ef það tæki hana 2-3 mánuði að komast á björgunarstað eins og tilfellið er með NEYÐARAÐSTOÐ VIÐ NÁMSMENN?     Mundu menn kaupa flugeldana þar???   NEI!  Og rannsóknin á hruninu og skuldaafskriftirnar og þetta og hitt.    ALLT MISLUKKAÐ.     Ríkisstjórnin hlýtur að fara að sjá að sér - sjá það sem allir aðrir sjá og H.C. Andersen benti á í frægu ævintýri:

Ríkisstjórnin er ekki í neinum fötum - hún er ber! 

 Ef svo fer þarf umsvifalaust að fara að huga að nýjum framboðum því ég skal hundur heita ef ekki er grundvöllur fyrir þeim núna!   Það er hins vegar ekki auðvelt að koma slíku á koppinn, það þarf bæði fólk og peninga og svo þarf að ná lágmarksfylgi, 5% á landsvísu til að koma manni á þing.  Ég held að það næðist miklu betri breidd í þingliðið með því að lækka lágmarksfylgið niður í t.d. 2,5 %.   Þá ættu ýmsir smáflokkar von.     Ég held t.d. að það sé ekkert gott fyrir VinstriGræna að fá sjálfstæðisfylgi í kosningum - miklu betra að hafa 15-20% og hafa marga smáflokka með sér sem eru með fáa þingmenn en fullt af hugsjónum og heiðarleika sem þarf að komast að!

Það góðverk gæti ríkisstjórn og Alþingi gert áður en að það fer í kosningafrí að breyta lögum um kosningar til Alþingis (lækkað lágmarksfylgi) og lögum um Fjármál stjórnmálaflokka þannig að mögulegt sé að veita nýjum framboðum fjárstuðning.      Um slíkt þarf að sjálfsögðu að setja einhverjar reglur - en það ætti nú ekki að vefjast fyrir mönnum að vera nú einusinni sanngjarnir og heiðarlegir og hafa reglurnar ekki eins og endursköpuðu eftirlaunalögin (þ.e. nánast engu breytt!)    Ætli stjórnmálamönnum fari ekki að verða ljóst að þjóðin vill nýtt landslag og ný viðhorf í stjórnmálin!

Ég set hér inn úrdrátt úr kosningalögum og lögum um fjármál stjórnmálaflokka lesendum til glöggvunar. 

 Mig langar að vísa hér til pistils Haraldar Hanssonar á blogginu hans -þessi pistill hvarf allt of fljótt af forsíðu Blogggáttarinnar

Lög um kosningar til Alþingis

2000 nr. 24 16. maí

Úthlutun jöfnunarsæta.
108. gr. Þau stjórnmálasamtök koma ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa a.m.k. fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu.
Til þess að finna hve mörg jöfnunarsæti koma í hlut stjórnmálasamtaka, sem fullnægja skilyrðum 1. mgr., og hvaða framboðslistar þeirra hafa hlotið jöfnunarsæti skal fyrst telja saman atkvæðatölur þeirra á landinu öllu og kjördæmissæti þeirra skv. 107. gr.

 

  1. 2006 nr. 162 21. desember Lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra
II. kafli. Framlög ríkis og sveitarfélaga til stjórnmálastarfsemi.
3. gr. Framlög til stjórnmálasamtaka úr ríkissjóði.
Árlega skal úthluta fé úr ríkissjóði til starfsemi stjórnmálasamtaka sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa a.m.k. 2,5% atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum samkvæmt ákvörðun á fjárlögum hverju sinni. Fjárhæðinni skal úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband