ESB er ekki málið - NÚNA

Nú er mikið talað um aðildarviðræður að ESB, mjög þreytandi umræða um hvort efna eigi til þjóðaratkvæðis um málið eða ekki og menn mjög ósammála um allt, meira að segja segja sumir að engar reglur séu til um þjóðaratkvæði.    Þvílík kvöl og pína!!!!!!

Mér finnst hins vegar að það þurfi eitthvað að gera áður en farið er að tala um aðildarviðræður af einhverri alvöru.     Við erum hér með hrunið bankakerfi sem verið er að lappa upp á - eða ef til vill falsa svo það verði frambærilegt og leiði ekki til fjöldahandtöku fólks fyrir fjársvik og jafnvel landráð því slík hefur vitleysan verið.    Við höfum líka til viðbótar

við ónýtt bankakerfi, ónýtt stjórnkerfi þar sem ótal vitleysingar ganga lausir og gætu spjallað hina bestu samninga.   Ríkisstjórnin er eins og hún er, að flestra mati vanhæf til allra aðgerða - og það sem gert er verður flest til meiri skaða en gagns.     Síðasta dæmið um það eru ICESAVE samningarnir og málaferlin vegna þeirra sem virðast vera að renna á óskiljanlegan hátt út í sandinn.     Ótrúlegir samningar þar sem sífellt var klifað á orðum Björgólfs Guðmundssonar að eignir Landsbanka dekkuðu Icesave-skuldirnar mjög vel, en þegar upp er staðið falla hundruð milljarða á okkur.    Og embættismaðurinn sem á að sjá um að stefna Bretum í Icesave-málinu er að koma úr hálfs mánaðar fríi og veit ekki einu sinni hvenær lokafrestur til málshöfðunar er.     Traustvekjandi!!!!!         Svona er allt kerfið, heitir það ekki Stjórnarráð?    Ríkisstjórn, ráðuneytisstjórar og æðstu yfirmenn, sendiherrar, Seðlabankafólkið, starfsfólk Fjármálaeftirlits o.s.frv., o.s.frv. - Þetta lið, ráðherrar eru þjóðkjörnir en hitt er allt meira og minna skipað af pólitískum toga jafvel í dómskerfinu og starfar oftast samkvæmt því.

ÞETTA LIÐ ÞARF ALLT AÐ FARA FRÁ KJÖTKÖTLUNUM ÞAR SEM ÞAÐ HEFUR ORNAÐ SÉR ÞJÓÐINNI TIL AMA, SKAPRAUNAR OG SKAÐA.

ÞAÐ ÞARF AÐ GERAST ÁÐUR EN FARIÐ ER AÐ SVO MIKIÐ SEM HUGSA UM INNGÖNGU Í ESB.    Þetta er allt vanhæft fólk sem ekki á að vera við stjórn og samningagerð á vegum þjóðarinnar.

Þess vegna þarf að halda Alþingiskosningar strax og fá fram skýran vilja þjóðarinnar um hverjir eigi að sitja á Alþingi.     Vonandi velst þangað heiðarlegt fólk sem hefur stefnu sem samræmist því siðferði sem við viljum hafa í hávegum, jafnræði og mannúð.  

Það mun svo efalaust taka einhver ár að koma lagi á samfélagið, koma bankamálunum á hreint, og hreinsa upp þann skít sem er í öllum hornum og undir teppunum.    Það þarf líka að þétta lagaumhverfið og læra þar af því sem á undan er gengið, breyta stjórnarskrá, kosningalögum, lögum um fjármál stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna, og svo mætti áfram telja.    Inn í þetta dæmi getur einhvern tíma komið umsókn um aðild að ESB.     Það er bara ekki tími til þess núna, fyrst þarf að velta við steinum og hreinsa andrúmsloftið sem er þrungið illum hugsunum og hugleiðingum sem er afleiðing þeirra lyga, undirferlis og svika sem þjóðin hefur orðið vitni að og orðið fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband