AMX heldur að EKG geti leiðbeint FME um afskriftir Baugs og Milestone!

"Fréttastofa AMX" vitnar í jólablogg Einars K Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra og segir eftirfarandi:   

„Það er skylda okkar sem stjórnvalda og það er skylda þeirra eftirlitsstofnana sem við höfum á að skipa, að fylgjast afar vel með þeim ákvörðunum sem teknar verða á næstunni. Allar ákvarðanir sem teknar eru og teknar verða og varða fjárhagslegt uppgjör, eiga að vera hafnar yfir allan vafa. Almenningur á heimtingu á því að þar verði unnið faglega og án mismununar. Í þeim efnum verða engir Jónar og séra Jónar. Hér eiga einfaldlega allir Jónar að vera jafnir. Hér gildir að ferlið sé gagnsætt og leikreglurnar almennar.“

Svo segir AMX:

"Skilanefndir bankanna hljóta að taka orð ráðherrans alvarlega. Bankastjórar nýju bankanna hljóta að skilja hvað í þeim felst. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins gerir sér grein fyrir því pólitíska loforði sem í orðum Einars Kristins felst. Smáfuglarnir bíða eftir því að sjá hvernig Einar Kristinn ætlar að tryggja að Milestone og Baugur Group, verði settir við sama borð og Jón og Gunna."

Ég spyr bara:  Hefur sjávarútvegsráðherra eitthvað með Baug og Milestone að gera?      Við vitum hins vegar að hann hefur eitthvað með innköllun kvóta gjaldþrota útgerða sem hafa veðsett hann upp fyrir báða borðstokka og heimta nú niðurfellingu.      Verður slíkt látið viðgangast og ef kvóti verður aukinn verður viðbótinni þá úthlutað til þessara sömu gjaldþrota útgerða í stað þess að úthluta honum til þjóðarinnar og þurfandi byggðalaga eins og meirihluti þjóðarinnar vill?     Að ráðherra getur svo lagst á árar gegn Baugs- og Milestone- svindlinu er svo annar handleggur en ábyggilega er til of mikils mælst að FME sjái eða skilji fram yfir nefbroddinn á sér!Devil

Svona í framhaldi af þessu - ég tók eftir því þegar ég var að skoða Bloomberg fréttavefinn á Þorláksmessu að Straumur-Burðarás var með þriðju hæstu veltu í Evrópu þann daginn - var einhver að gefa í skóinn eða jafnvel góða jólagjöf 64 mill Euro (eða dollara?)?LoL (Ég er reyndar ekki heldur viss um hvað tölurunan var löng, milljónir eða milljarðar -ég gekk bara út frá því seinna, ekki talað um minna hér!) en það voru rauðar tölur aftan við! 

Ragnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband