"........ - nennir ekki einusinni að ríða konunni þinni!!!"

Horfði á part af einhverri James Bond þvælu í kvöld í danska sjónvarpinu.    Skipti svo yfir á það íslenska og sá hálfnakta konu koma hlaupandi út úr húsi og skreppa í hjólreiðatúr út á tún (að fara svona með óslegið tún!).  Hún datt og konan hljóðaði: "........ - nennir ekki einusinni að ríða konunni þinni!!!"      Ég bara slökkti í flýti - betra er að bera út Gróusögur sem ólyginn segir en horfa á svona lagað - altsvo fyrir minn smekk.Blush

 Eftirfarandi tilvitnun tók ég án leyfis af síðunni www.vald.org  af því mér finnst þetta og reyndar öll greinin eiga erindi til fólks.

-------------------------------------------------

[18. desember 2008] Félagslegt réttlæti og pólitískt siðgæði eru hlutir sem erfitt er að festa í lög. Þetta eru dyggðir sem blunda í einstaklingnum og liggja í þjóðarsálinni. Það ber vott um virðingarleysi og jafnvel mannvonsku þegar þessar dyggðir eru algjörlega hunsaðar. Embættismenn sváfu á vaktinni í brúnni. Hér hrundi hagkerfið til grunna og enginn sem ber ábyrgð sér ástæðu til þess að segja af sér. Það er greinilega grunnt á pólitísku siðgæði á þessu landi.

Þegar yfirgnæfandi meirihluti fólksins í þessu svokallaða lýðræðislandi krefst kosninga þá bera ráðamenn fyrir sig ótrúlegustu afsökunum. Þeir segja að björgunarstarfið kalli á alla krafta þeirra og kosningabarátta yrði því of tímafrek. Við vitum þó öll að fjöldi alþingismanna hefur í gegnum tíðina verið á launaskrá fyrirtækja og stofnana út um allan bæ á meðan þeir gegna þingstörfum. Fólkið sem skúrar Alþingishúsið ætti að reyna að mæta jafn skrykkjótt á vinnustað!

Stjórnmálamenn eru á háum launum og enn betri eftirlaunum. Hvers vegna segja þeir ekki upp aukastörfunum og mæta til kosninga í vor?

Hvað segir það um okkur sem manneskjur og hvers konar félagslegt réttlæti er það að gera þúsundir einstaklinga sem skulda verðtryggð lán eignalausa á einn svipstundu. Og stela þannig afrakstri margra ára vinnu af þessu fólki? Þetta er gert á sama tíma og varla er hróflað við þeim sem rústuðu öllu kerfinu. Fólkið sem á undanförnum árum hefur verið að kaupa allt of dýrt húsnæði—þökk sé m.a. verðtryggingunni sem stórhækkar allt fasteignaverð—og hefur unnið myrkranna á milli á enga sök á gengisfellingum, okurvaxtastefnu eða spillingu í bankakerfinu. Nú á að leysa efnahagsvandan m.a. með því að leiða þennan hóp í sláturhús.

------------------------------------------------------

Þarna er smá misskilningur í orðavali þegar Jóhannes segir  "grunnt á pólitísku siðgæði".      Hann á vafalítið við að djúpt sé á því og reyndar held ég að það bara finnist alls ekki!     HVERGI!   

Fyrir hrunið hélt ég í einfeldni minni að fólk væri almennt heiðarlegt og samviskusamt og með tiltölulega hátt siðgæðismat, við hefðum góð, en stundum mistæk stjórnvöld sem væru að höndla með hluti sem þau kynnu og hefðu auk þess hóp sérfræðinga sér til ráðgjafar!       Svo kom hrunið og ræðan hjá Geir H. Haarde forsætisráðherra sem endaði á "...Guð blessi Ísland."        Þá var ég alveg viss um að daginn eftir kæmi afsagnarbeiðni ríkisstjórnarinnar sem tæki ábyrgð á að þetta hefði skeð á hennar vakt, sýndi pólitískt siðgæði, burtséð frá hverjum þetta var að kenna.    Tillögur um skipun þjóðstjórnar, samræður við stjórnarandstöðu um aðstoð hennar og um kosningar sem fyrst!     En hvað skeði?    Ekki neitt!   Ekki neitt!   Ekki neitt.!    EKKI NEITT!

Nei, Geir sagði að ekki mætti rugga bátnum, ekki skipta um hest í miðri á, ekki leita að sökudólgum, við værum öll sek og ég veit ekki hvað!     Þvílíkt áfall fyrir þessa barnalegu trú mína að þetta væri heiðarlegt fólk með mikla siðgæðisvitund.   Ja hérna.     Geir hefur meira að segja gengið svo langt að segja að hans persónulega ábyrgð sé engin en hann muni sætta sig við dóm nefndar sem skipa á að hans tilstuðlan.     Hvar er hið persónulega siðgæði og ,ef því er að skipta hið pólitíska siðgæði og hvað með pólitíska ábyrgð - er hún líka engin?     Af nefnd þessari er strax komin pólitísk nálykt því rætt hefur verið um að skipa Pál Hreinsson lögfræðing formann en Gunnar Axel Axelsson hefur einmitt á bloggi sínu í gær bent á hvernig Páll var fenginn til að sérsmíða lögfræðiálit um sparisjóði sem þóknaðist Viðskiptaráði og Pétri Blöndal alþm.  og sem fylgt var við lagasetningu án þess að aðrir til þess bærir fjölluðu um það.   Nú eru sparisjóðirnir að dauða komnir og ég var að enda við að hlusta á frétt um að sennilega yrðu 3-4 sparisjóðir eftir þegar ríkisstjórnin hefði bjargað - ja bjargað hverju - gjaldþrota hræjum!!!

Ég er að hugsa um að setja þetta inn núna á bloggið því ég hef tekið eftir að pistlarnir mínir hverfa jafnvel eftir aðeins 12 tíma og þá er eins gott að skrifa bara framhaldssögu og vera ekki að stressa sig

Í dönsku blöðunum stendur: "fortsættes i næste nummer"! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband